Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 12:31
Hafliði Breiðfjörð
Segir leikmann Arsenal efni í ofurstjörnu
Mynd: EPA
Ethan Nwaneri átti stórleik þegar Arsenal vann Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur fengið mikið lof fyrir. Hann hafði tvisvar átt skot í stöng þegar hann lagði upp fyrsta markið í leiknum.

Nwaneri er 17 ára en samt eru meira en tvö ár síðan hann spilaði fyrst fyrir Arsenal. Hann hefur verið að koma sér í byrjunarliðið á meðan liðið er í meiðslavandræðum og nýtir sér tækifærið að fullu.

„17 ára gamall, hann er efni í ofurstjörnu," sagði Alan Shearer í Match of the Day.

„Hann var án nokkurs vafa bestur hjá Arsenal. Meira að segja þegar það var ekkert að ganga hjá þeim, sem var meiri hluta leiksins, var það hann sem var að skapa. Það var hann sem átti fyrirgjafnirnar og marktækifærin."

Athugasemdir
banner
banner
banner