Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 05. apríl 2021 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Valencia fóru aftur á völlinn með hótunum
Mynd: Getty Images
Leiðinlegt atvik átti sér stað er Cadiz og Valencia mættust í spænska boltanum í gærkvöldi. Mouctar Diakhaby, leikmaður Valencia, taldi sig verða fyrir kynþáttaníði eftir hálftíma af leiknum.

Diakhaby varð fyrir níðinu meinta af hendi Juan Cala, miðvarðar Cadiz, sem harðneitar sök.

Leikmenn Valencia gengu af velli þegar atvikið átti sér stað en tíu mínútum síðar voru þeir komnir aftur inná.

„Í búningsklefanum var okkur sagt að ef við færum ekki aftur á völlinn þá yrði okkur refsað. Við ræddum við Diakhaby en hann sagðist ekki vilja halda áfram að spila. Hann sagði okkur samt að halda áfram svo við myndum ekki fá mínusstig," sagði Javi Gracia, þjálfari Valencia, að leikslokum.

Jose Gaya, vinstri bakvörður Valencia og spænska landsliðsins, tók í svipaða strengi.

„Diakhaby sagðist hafa orðið fyrir kynþáttaníði. Við ætluðum ekki að fara aftur á völlinn en okkur var hótað, okkur var sagt að við myndum fá þrjú mínusstig og jafnvel þyngri refsingu ef við héldum ekki áfram að spila," sagði Gaya.
Athugasemdir
banner
banner