Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. apríl 2021 07:00
Aksentije Milisic
Myndband: Frábær björgun Courtouis gegn Eibar
Mynd: Getty Images
Real Madrid vann góðan sigur á Eibar í La Liga deildinni á Spáni um helgina.

Á sama tíma missteig Atletico Madrid sig í toppbaráttunni og nú er baráttan um titilinn orðin æsispennandi. Hún er á milli Atletico Madrid, Barcelona og Real Madrid.

Í leiknum gegn Eibar um helgina munaði litlu að Real Madrid myndi fá á sig neyðarlegt sjálfsmark. Lucas Vazquez, hægri bakvörður Real Madrid, var þá með knöttinn.

Hann ætlaði að gefa þéttingsfasta sendingu til baka á markvörð sinn, Thibaut Courtois.

Sendingin varð hins vegar alltof of föst og var á leiðinni í netið. Courtois náði að spretta til baka og tækla boltann í burtu áður en hann færi í netið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner