Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 05. maí 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildina: 1. sæti
1. sæti: ÍBV
Lengjudeildin
ÍBV er spáð efsta sæti í sumar.
ÍBV er spáð efsta sæti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson stýrir ÍBV.
Helgi Sigurðsson stýrir ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson, leiðtogi.
Eiður Aron Sigurbjörnsson, leiðtogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson er frábær leikmaður.
Guðjón Pétur Lýðsson er frábær leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar endar ÍBV í sumar?
Hvar endar ÍBV í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ÍBV, 237 stig
2. Fram, 211 stig
3. Fjölnir, 200 stig
4. Grindavík, 186 stig
5. Grótta, 160 stig
6. Vestri, 124 stig
7. Kórdrengir, 122 stig
8. Þór, 116 stig
9. Afturelding, 67 stig
10. Selfoss, 63 stig
11. Þróttur R, 55 stig
12. Víkingur Ó, 43 stig

1. ÍBV
Alveg eins og í fyrra, þá er ÍBV spáð efsta sæti Lengjudeildarinnar. Tímabilið í fyrra hjá Vestmannaeyingum voru mikil vonbrigði og enduðu þeir að lokum um miðja deild. Þeir hafa bætt öðrum fallbyssum í vopnabúrið en einnig misst leikmenn. Þessi spá var gerð áður en Gary Martin var rekinn frá félaginu en hún breytist þó líklega ekki neitt við það.

Þjálfarinn: Helgi Sigurðsson er að fara inn í sitt annað tímabil sem þjálfari ÍBV. Helgi er fyrrum landsliðsframherji sem þjálfaði Fylki áður en hann tók við ÍBV. Hann kom Fylkisliðinu upp í efstu deild og festi liðið þar í sessi. Áður en Helgi tók Fylki var hann aðstoðarþjálfari Víkinga í Reykjavík auk þess sem hann þjálfaði yngri flokka félagsins.

Álit sérfræðings
Eiður Ben Eiríksson, Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn Markús gefur sitt álit á liði ÍBV.

„Lið ÍBV var mjög vel mannað á síðasta tímabili og spáðu flestir liðinu beint upp eftir að hafa fallið árið á undan. Það er klárt mál að sjötta sætið var mikil vonbrigði. Liðið byrjaði mótið vel og tapaði ekki leik fyrr en í níundu umferð, jafnteflin voru alltof mörg og slakur varnarleikur var dýrkeyptur fyrir liðið."

„Félagið hefur verið mikið í fréttum á síðustu dögum þar sem óvænt brotthvarf Gary Martin hefur mikið verið rætt. Umræður í kringum málið og allt sem því fylgir er klárlega áfall fyrir liðið, fyrir leikmannahópinn, þjálfara, stjórn og stuðningsmenn. Það eru margir stórir karakterar í liðinu sem munu hjálpa þjálfarateyminu að ýta þessu frá sér og einbeita sér að deildinni. Enda er það mikilvægt þar sem deildin byrjar á tveimur risa leikjum gegn Grindavík og Fram."

„Það er klárt mál að ÍBV ætlar sér upp í efstu deild í haust. Helgi hefur styrkt liðið skynsamlega þar sem hann hefur fengið til liðsins mjög öfluga leikmenn í lykilstöður sem allir eiga eftir að styrkja byrjunarliðið mikið. ÍBV gerði mjög vel með því að fá Stefán Inga að láni frá Breiðablik þegar Gary datt út en hann spilaði mjög vel með Grindavík í fyrra þann tíma sem hann var þar. Koma hans minnkar höggið að missa Gary út, þótt auðvitað er hann ekki sami leikmaðurinn. Eftir síðasta tímabil eru allir í Eyjum meðvitaðri hvernig á að nálgast deildina og reynslunni ríkari. Heimavöllurinn þarf að gefa meira en liðið vann aðeins fjóra leiki á Hásteinsvelli."

„Sigur ÍBV í bikarnum gegn Kórdrengum þar sem Guðjón Pétur tryggði liðinu vítaspyrnukeppni á 124. mínútu var mikilvægur móralslega fyrir liðið. ÍBV hefur allt sem þarf til að komast upp úr deildinni, sterkan leikmannahóp, gott þjálfarateymi, áhugasama stjórn, sterka styrktaraðila og öfluga stuðningsmenn. Allt eru þetta stoðir sem ýta undir góðan árangur, en til þess að markmið liðsins náist þarf allt að smella saman; leikmennirnir sem spiluðu í fyrra þurfa að koma öflugri til leiks, varnarleikurinn þarf að vera stöðugri og Gonzalo, Eiður Aron, Guðjón Pétur, Sigurður Grétar og Stefán Ingi þurfa allir að taka á sig stór hlutverk og vera þeir leikmenn sem Helgi ætlast til af þeim."

Lykilmenn: Eiður Aron Sigurbjörnsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Telmo Castanheira

Fylgist með: Gonzalo Zamorano
„Það verður gaman að sjá Gonzalo Zamorano í Eyjum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2017 þegar hann skoraði mikið fyrir Hugin í 2. deildinni. Hann hefur skorað yfir 20 mörk með Víkingi Ólafsvík á tveimur tímabilum í Lengjudeildinni, en á Ólafsvík er hann í miklum metum. Hann var einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra og hlutverkið hans hefur stækkað enn meira í liði ÍBV eftir að Gary Martin hvarf á braut."

Komnir:
Eiður Aron Sigurbjörnsson frá Val
Gonzalo Zamorano frá Víkingi Ó.
Sigurður Grétar Benónýsson frá Vestra
Stefán Ingi Sigurðarson frá Breiðablik (Á láni)

Farnir:
Bjarni Ólafur Eiríksson
Gary Martin í Selfoss
Jonathan Glenn hættur
Víðir Þorvarðarson í KFS

Fyrstu leikir ÍBV:
7. maí gegn Grindavík á útivelli
14. maí gegn Fram á heimavelli
21. maí gegn Aftureldingu á útivelli
Athugasemdir
banner
banner
banner