Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. maí 2021 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel og Chelsea í sögubækurnar
Mynd: EPA
Chelsea lagði Real Madrid að velli í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld til að tryggja sér farmiða í úrslitaleikinn gegn Manchester City. Það hefur ýmis áhugaverð tölfræði verið birt í tengslum við leikinn, til dæmis er Thomas Tuchel fyrsti knattspyrnustjórinn til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með tvö mismunandi lið tvö ár í röð.

Síðan Tuchel tók við Chelsea fyrir fjórum mánuðum hefur hann unnið gegn Zinedine Zidane, Pep Guardiola, Jurgen Klopp, Diego Simeone, Jose Mourinho og Carlo Ancelotti án þess að fá mark á sig í sigurleikjunum.

Þá er Chelsea fyrsta félagið í sögunni til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði í karla og kvennaflokki á sama tímabili.

Chelsea gengur merkilega vel í Evrópukeppnum þegar nýr stjóri er ráðinn á miðju tímabili. Það hefur gerst 1998, 2008, 2012, 2013 og aftur núna.

N'Golo Kante og Riyad Mahrez voru bestu leikmenn undanúrslita Meistaradeildarinnar. Þegar þeir voru 21 árs spiluðu þeir áhugamannafótbolta. Þegar þeir voru 23 ára spiluðu þeir í frönsku B-deildinni.

Kurt Zouma var næstum skipt inn í uppbótartíma gegn Real Madrid í kvöld en hann komst ekki á völlinn. Það hefði verið þrettánda árið af síðustu sautján sem leikmaður úr liði Stoke City sem féll úr úrvalsdeildinni 2018 spilaði í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Chelsea og Real Madrid hafa mæst fimm sinnum. Chelsea vann þrjá og tveimur lauk með jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner