Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   mán 05. júní 2023 08:55
Elvar Geir Magnússon
City vonar að Haaland samþykki nýjan samning - Real Madrid vill Havertz
Powerade
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Harry Kane er í slúðurpakkanum, eins og oft áður!
Harry Kane er í slúðurpakkanum, eins og oft áður!
Mynd:
Havertz til Real Madrid?
Havertz til Real Madrid?
Mynd:
Manuel Ugarte.
Manuel Ugarte.
Mynd:
Vonandi var helgin ykkur góð og gleðileg. Haaland, Kane, Mount, Rashford, Havertz, Benzema, Messi, Nagelsmann og Raya eru meðal manna sem koma við sögu í mánudagsslúðrinu. BBC tók saman.

Ange Postecoglou, sem tekur væntanlega við Tottenham, vill taka aðstoðarmann sinn með sér frá Celtic, John Kennedy. (Sun)

Postecoglou hefur tilkynnt Celtic að hann vilji taka við Tottenham. Hann vill taka sóknarmanninn Kyogo Furuhashi (28) með til Spurs. (Mail/Sun)

Manchester City vonast til að þrennan geti hjálpað til við að fá Erling Haaland (22) til að skrifa undir nýjan samning, og þannig fælt frá áhuga Real Madrid. (Telegraph)

Real Madrid hefur sett sig í samband við Tottenham þar sem félagið vill fá Harry Kane (29) til að fylla í skarð Karim Benzema sem er á leið til Sádi-Arabíu. (Marca)

Real Madrid mun bjóða 100 milljónir punda í Kane. (Mail)

Búist er við því að Benzema geri tveggja ára samning við Al-Ittihad, meistarana í Sádi-Arabíu. (Al-Ekhbariya)

Tilboð Inter Miami til Lionel Messi (35) inniheldur samninga við Apple og Adidas, en er þó fjárhagslega ekki eins stórt og tilboðið frá Sádi-Arabíu. (Guillem Balague)

Manchester United mun gera 50 milljóna punda tilboð í enska miðjumanninn Mason Mount (24) hjá Chelsea. Þá mun félagið reyna að fá Kane en telur ólíklegt að það takist. (Telegraph)

Marcus Rashford (25) hyggst vera áfram hjá Manchester United, þrátt fyrir áhuga frá Paris St-Germain. (Sun)

Talið er líklegra að David De Gea (32) missi stöðu sína sem aðalmarkvörður Manchester United eftir slaka frammistöðu hans í bikarúrslitaleiknum. (Mail)

Real Madrid er á leið með að gera stórt samkomulag um kaup á Kai Havertz (23) frá Chelsea. (Bild)

Paris St-Germain vill fá Julian Nagelsmann, fyrrum stjóra Bayern München, til að taka við liðinu. Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal og Frakklands, gæti orðið hans aðstoðarmaður. (Foot Mercato)

Tottenham vill fá markvörðinn David Raya (27) frá Brentford í stað Hugo Lloris (36) sem mun væntanlega fara annað í sumar. (Mirror)

Chelsea mun væntanlega ganga frá kaupum á úrúgvæska miðjumanninum Manuel Ugarte (22) frá Sporting Lissabon en hann er með 52 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Record)

Chelsea er komið á undan Paris St-Germain í baráttunni um Ugarte og hefur boðist til að kaupa hlut í Sporting sem hluta samkomulagsins. (Mirror)

Crystal Palace hefur boðið Wilfried Zaha (30) nýjan samning að verðmæti 150 þúsund pund í vikulaun. Það eru lægri laun en Zaha býðst að fá hjá Al Sadd í Katar en samningur hans rennur út í þessum mánuði. (Sun)

Manchester United vill fá marokkóska miðjumanninn Sofyan Amrabat (26) frá Fiorentina. Barcelona hefur einnig áhuga. (Sport)

Ekvadorski miðjumaðurinn Moises Caicedo (21) hjá Brighton hefur gert munnlegt samkomulag við Arsenal um kaup og kjör. Chelsea er samt tilbúið að koma með hærra tilboð í hann. (Teradeportes)

Arsenal mun gera tilboð í Declan Rice (24), miðjumann West Ham og enska landsliðsins, eftir úrslitaleik Sambandsdeildarinnar á miðvikudag. Bayern München hefur einnig áhuga. (Fabrizio Romano)

Everton vill fá hollenska sóknarmanninn Wout Weghorst (30) sem snýr aftur til Burnley úr lánsdvöl sinni hjá Manchester United. (TalkSport)

Fred (30), miðjumaður Manchester United, gæti yfirgefið félagið í sumar. (Goal)

West Ham og Burnley hafa áhuga á senegalska sóknarmanninum Habib Diallo (27) hjá Strasbourg. (Mail)

Chelsea mun fara fram á 20 milljónir punda fyrir hollenska varnarmanninn Ian Maatsen (21) í sumar. Burnley hefur áhuga á að kaupa hann alfarið eftir að hann hjálpaði liðinu að vinna Championship-deildina þegar hann spilaði á lánssamningi á tímabilinu. (Standard)

Rangers í Glasgow ætlar að fá markvörðinn Jack Butland (30) en Crystal Palace ákvað að framlengja ekki samningi hans. (Sun)

Jesse Marsch, fyrrum stjóri Leeds, gæti tekið við Mónakó eftir að Philippe Clement var rekinn. (Nicolo Schira)

Roberto Mancini þjálfari ítalska landsliðsins er einn af þeim sem kemur til greina sem næsti stjóri Ítalíumeistara Napoli. (Corriere dello Sport)
Athugasemdir
banner