fös 05. júlí 2013 16:48
Elvar Geir Magnússon
Mkhitaryan fer til Dortmund en ekki Liverpool
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Getty Images
Guardian greinir frá því að Liverpool sé að mistakast að krækja í armenska sóknarmiðjumanninn Henrikh Mkhitaryan frá Shaktar Donetsk.

Leikmaðurinn ku vera á leið til Borussia Dortmund og Brendan Rodgers þarf að leita annað til að styrkja miðsvæði sitt.

Dortmund hefur þegar keypt varnarmanninn Sokratis frá Werder Bremen og sóknarmanninn Pierre-Emerick Aubameyan frá St Etienne.

Í sumar hefur Liverpool tryggt sér þjónustu Luis Alberto (Sevilla), Iago Aspas (Celta Vigo), Simon Mignolet (Sunderland) og Kolo Touré sem kom á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner