
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fram var hundsvekktur eftir tap gegn Selfossi í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn tapaðist 0-2 og var Ási óánægður með frammistöðuna.
„Ég er svekktur með þessa frammistöðu, þetta er ekki það sem við viljum standa fyrir. Það vantaði töluvert uppá hjá okkur í dag, okkur gekk illa að skapa færi. Selfyssingar voru yfir okkur í baráttunni og þeir auðvitað með fínt lið. Við viljum gera betur í leiks eins og í dag."
„Það vantaði svolítið líf, hungur, vinnslu og baráttu í mitt lið, það er bara rétt. Við erum ekki sáttir við það."
Ásmundur segist ekkert jákvætt geta tekið úr leiknum.
„Nei, þessi úrslit þýða að við erum úr leik í þessari keppni. Það er fátt jákvætt við það."
Liðin mætast á föstudaginn í Inkasso-deildinni og vonast Ásmundur eftir betri frammistöðu.
„Við þurfum að sýna miklu betri og agressívari leik heldur en við sýndum í dag ef að við eigum að geta fengið eitthvað út úr honum."
Athugasemdir