Eiður Smári Guðjohnsen var fyrsti maðurinn sem Heimir Hallgrímsson ræddi við þegar hann hóf leit að aðstoðarmanni. Þetta segir hann í viðtali við Fótbolta.net.
Ítarlegt viðtal við Heimi birtist hér á Fótbolta.net síðar í dag
Ítarlegt viðtal við Heimi birtist hér á Fótbolta.net síðar í dag
„Í mínum huga frá upphafi vildi ég fá Eið Smára með mér inn í þetta og ég hef talað um það. Ég ræddi það strax við hann þegar ég gerði samninginn. Hann var að melta það. Á meðan mögulegt var að Lars yrði áfram var ótímabært að ræða þessa hluti. Þegar ákvörðunin kom þurfti að gera hlutina hratt. Eiður vildi spila áfram sem er eðlilegt og við virðum það," segir Heimir.
„Það bíður bara betri tíma að Eiður komi inn í þjálfarateymi landsliðsins."
Helgi Kolviðsson var kynntur sem aðstoðarþjálfari Heimis á fréttamannafundi í dag.
„Hann var alltaf inni í myndinni. Þetta er einn af fáum íslenskum þjálfurum sem er með Pro-Licence gráðu og hefur þjálfað atvinnumannalið. Hans nafn kom eðlilega snemma inn í umræðuna," segir Heimir.
Athugasemdir