Daniel Hafsteinsson, miðjumaður FH, og Pablo Punyed, miðjumaður KR, verða í leikbanni í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Báðir leikmennirnir fengu sitt annað gula spjald í keppninni í ár í sigurleikjum sinna liða í 16-liða úrslitum.
Daníel verður í banni þegar FH mætir Stjörnunni í 8-liða úrslitum en Pablo verður í banni gegn Breiðabliki.
Arnór Borg Guðjohnsen, sóknarmaður Fylkis, og Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkings, fengu báðir rauða spjaldið í tapleikjum sinna liða í 16-liða úrslitum.
Þeir fara báðir í eins leiks bann sem þeir taka út í Mjólkurbikarnum á næsta ári.
Stefnt er á að spila 8-liða úrslitin þann 10. september næstkomandi en það gæti breyst þar sem hlé hefur verið í fóboltanum í þessari viku vegna kórónaveirunnar.
8-liða úrslit
FH - Stjarnan
Breiðablik - KR
Valur/ÍA - HK
ÍBV - Fram
Athugasemdir