Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 05. ágúst 2021 10:30
Innkastið
Bestur í 15. umferð - Óskar sá hann fyrst í 2. deildinni 2018
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Jason Daði fagnar öðru af mörkum sínum í gær.
Jason Daði fagnar öðru af mörkum sínum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason með Aftureldingu í leik gegn Vestra í 2. deildinni 2018.
Jason með Aftureldingu í leik gegn Vestra í 2. deildinni 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði Svanþórsson var maður leiksins þegar Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni á mánudaginn.

Jason fór illa með Víkinga, skoraði tvö mörk og er leikmaður umferðarinnar.

Þessi 21 árs sóknarleikmaður gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu en um mitt síðasta sumar var tilkynnt að Blikar hefðu tryggt sér þjónustu hans.

Óskar Hrafn tók fyrst eftir Jasoni þegar Óskar þjálfaði Gróttu í 2. deildinni 2018 en Seltirningar fóru þá upp úr deildinni með Aftureldingu.

„Ég sá hann fyrst þegar við spiluðum á móti þeim þegar ég var með Gróttu í 2. deildinni 2018. Þá var hann mjög erfiður viðureignar og hann hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa. Svo er hann líka eðaldrengur. Ég hafði trú á að hann gæti tekið þetta skref og hann hefur svo sannarlega sýnt að hann er klár," sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leikinn á mánudaginn.

Jason lék allan leikinn þegar Afturelding og Grótta gerðu 2-2 jafntefli 23. júní 2018. Það er leikurinn þar sem Óskar Hrafn tók fyrst eftir Jasoni. Leikmaðurinn er nú markahæsti leikmaður Blika í Pepsi Max-deildinni á þessu tímabili með sex mörk.

Hér að neðan má sjá viðtal við Jason sem tekið var eftir sigurinn gegn Víkingum.

Leikmenn umferðarinnar:
14. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
13. umferð: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
12. umferð: Birkir Heimisson (Valur)
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Jason Daði: Eðlilegt að vera aðeins á bekknum
Athugasemdir
banner