Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 29. júní 2021 13:10
Fótbolti.net
Bestur í 10. umferð - Er að gera lítið úr deildinni okkar
Andri Yeoman (Breiðablik)
Andri Rafn Yeoman.
Andri Rafn Yeoman.
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Hulda Margrét
„Það fer vægast sagt lítið fyrir honum en sá er góður í fótbolta," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þegar rætt er um Andra Rafn Yeoman sem er leikmaður 10. umferðar Pepsi Max-deildarinnar.

Andri skoraði glæsilegt sigurmark Breiðabliks gegn HK í Kórnum og þeir grænu fögnuðu hádramatískum sigri í Kópavogsslagnum.

„Ég hef verið að grínast með það að hann sé að gera lítið úr deildinni okkar. Hann hefur verið á Ítalíu þar sem hann er í námi og ekki snert bolta, hann hefur bara verið í langhlaupum. Svo kemur hann heim og beint inn í liðið og er geggjaður frá fyrstu mínútu. Hann er frábær leikmaður," segir Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu.

„Maður er ekki mikið að tala um hann. Ég held að það sé vegna þess hvernig karakter hann er. Hann siglir hálfpartinn undir radarinn en þeir sem fjalla um fótbolta og skilja fótbolta sjá hversu stórkostlegur leikmaður hann er. Ég er mikill aðdáandi, hann gerir þetta listilega vel í markinu og átti bara góðan leik. Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann var að staðsetja sig í uppspilinu, hann er bara frábær í fótbolta."

Sjá einnig:
Úrvalslið 10. umferðar Pepsi Max-deildarinnar

Arnar Laufdal Arnarsson var í Kórnum og fjallaði um leikinn fyrir Fótbolta.net.

„Þvílík vinnsla í Andra, yfirvegaður á boltann sem og góðar ákvarðanir, hljóp teig í teig endalaust og barðist eins og ljón. Skorar svo þetta gríðarlega mikilvæga mark sem Blikarnir þráðu svo innilega," skrifaði Arnar í skýrslu sinni um leikinn.

Arnar tók viðtal við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, eftir leikinn. Óskar viðurkenndi að hann hefði ekki búist við þessum tilþrifum frá Andra eins og hans sýndi í markinu.

„Nei ég skal nú vera hreinskilinn ég hef ekki oft séð hann taka hann á lofti einhvern veginn og smyrja hann stöngin inn í fjær úr þessum þrönga vinkli en þetta er bara enn eitt dæmið um Andra Rafn Yeoman. Hann er búinn að vera í skóla, spilaði með okkur í janúar fór svo og kláraði meistaragráðu í verkfræði á Ítalíu, gat ekki æft fótbolta á meðan en einhvern veginn nær hann samt að vera strax orðinn jafn mikilvægur hlekkur og raun ber vitni svo skorar hann þetta mark í lokin sem er auðvitað frábært," sagði Óskar en með því að smella hérna má sjá viðtalið.

Leikmenn umferðarinnar:
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)

Hér að neðan er svo viðtal við Andra Yeoman sem var tekið eftir leikinn.
Andri Yeoman: Hugsunin var að koma þeim á óvart
Innkastið - Blikar berjast um titilinn og falldraugur fluttur í Kórinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner