Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. september 2020 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: KFR í úrslitakeppn og KÁ í góðum málum
Úr leik hjá KFR í fyrra.
Úr leik hjá KFR í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KFR tryggði sér sæti í úrslitakeppni 4. deildar karla með útisigri gegn Stokkseyri í dag.

KFR hefur núna tryggt sér annað af tveimur efstu sætum riðilsins og verður því í úrslitakeppninni.

Í C-riðlinum er KÁ í öðru sæti eftir góðan 6-2 sigur á KFB á heimavelli. KÁ er með úrslitin í sínum höndum þegar tvær umferðir eru eftir í riðlinum.

Hamar er svo gott sem búið að tryggja sér toppsætið og er baráttan um annað sætið á milli Ísbjarnarins og KÁ. Skallagrímur á enn möguleika en þa eru ansi litlir möguleikar.

B-riðill:
Stokkseyri 0 - 2 KFR
0-1 Þórhallur Lárusson ('20)
0-2 Aron Daníel Arnalds ('90)
Rautt spjald: Jón Jökull Þráinsson, Stokkseyri ('79)

C-riðill:
KÁ 6 - 2 KFB
1-0 Egill Örn Atlason ('4)
2-0 Alexander Snær Einarsson ('12)
3-0 Daði Snær Ingason ('45)
4-0 Fannar Eðvaldsson ('52, sjálfsmark)
5-0 Aron Hólm Júlíusson ('71)
5-1 Ronnarong Wongmahadthai ('76)
5-2 Logi Steinn Friðþjófsson ('86)
6-2 Aron Hólm Júlíusson ('90)

Önnur úrslit:
4. deild: KH tapaði - Úrslitaleikir gegn Árborg framundan
Athugasemdir
banner
banner
banner