Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. september 2020 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dier og Gomez með fleiri sendingar en íslenska liðið allt
Icelandair
Joe Gomez á æfingu enska landsliðsins.
Joe Gomez á æfingu enska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er hálfleikur í leik Íslands og Englands á Laugardalsvelli. Staðan er enn markalaus.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu.

Staðan er enn markalaus og getum við Íslendingar mjög sáttir við fyrri hálfleikinn þó að við höfum ekki náð að tengja saman margar sendingar eða haldið boltanum mikið.

Íslenska liðið hefur spilað mjög agaðan varnarleik og Englendingar hafa ekki enn skorað mark, alla vega ekki löglegt mark að mati dómarateymisins.

Opta vekur athygli á ansi athyglisverðri tölfræði úr fyrri hálfleiknum. Joe Gomez og Eric Dier, miðverðir Englands, kláruðu báðir fleiri sendingar talsins en íslenska liðið til saman. Enginn íslenskur leikmaður átti meira en níu heppnaðar sendingar í fyrri hálfleiknum.


Athugasemdir
banner
banner