Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. september 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hasselbaink hættur hjá Burton
Hasselbaink og Eiður Smári Guðjohnen léku saman hjá Chelsea.
Hasselbaink og Eiður Smári Guðjohnen léku saman hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur sagt upp störfum sem stjóri Burton Albion samkvæmt heimildum SKy Sports.

Burton er í ensku C-deildinni, League One, og hefur byrjað tímabilið illa. Liðið er með eitt stig eftir sjö leiki og tapaði um helgina gegn Oxford.

Hasselbaink tók við Burton í annað sinn á ferlinum á síðasta ári en hann stýrði liðinu líka á árunum 2014-215 áður en hann var fenginn til QPR.

Hasselbaink er fimmtugur Hollendingur sem á ferlinum lék m.a. með AZ, Boavista, Leeds, Atletico Madrid, Chelsea og Middlesbrough á sínum ferli.

Hann hóf þjálfararferilinn sem aðstoðarstjóri hjá Nottingham Forest árið 2011 og hefur síðan stýrt Royal Antwerp, Burton, QPR og Northampton.
Athugasemdir
banner
banner