„Í Reykjavík eigum við möguleika gegn hvaða liði sem er," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.
Á morgun hefur Ísland leik í Þjóðadeildinni í fjórða sinn. Ísland er í riðli með Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales í B-deild og hefur keppni gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á morgun.
Á morgun hefur Ísland leik í Þjóðadeildinni í fjórða sinn. Ísland er í riðli með Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales í B-deild og hefur keppni gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á morgun.
Þessi útgáfa Þjóðadeildarinnar tengist HM 2026 og gefur möguleika á að tryggja sér þátttökurétt þar í gegnum umspil. Það skiptir því miklu máli að standa sig vel og byrja af krafti.
„Svartfjallaland er með gott lið, týpískt lið frá Balkanskaganum. Þeir eru líkamlega sterkir og með góða sóknarmenn. (Stefan) Jovetic er enn lykilmaður og hann hefur verið það í mörg ár. Hann spilar vel. Við þurfum að eiga okkar besta leik en við höfum sýnt að við getum strítt hvaða liði sem er," sagði Hareide á fundinum.
„Það er mikilvægt að ná góðum úrslitum á morgun því við förum næst til Tyrklands og það verður erfiður leikur. Við höfum sýnt að við getum alltaf spilað vel og náð góðum úrslit, við stefnum á það á morgun."
Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, sat einnig fundinn. Hann segir að nýtt tímabil sé að byrja á morgun.
„Ég vona innilega að nú séu bjartari tímar. Við erum lítil þjóð og þetta verður upp og niður. Það þarf allt að smella svo við komumst á stórmót. Vonandi erum við á réttri leið og mér finnst við vera að finna hvernig við viljum spila, leikmenn eru að komast í stærri lið og taka meiri ábyrgð inni á vellinum. Þetta er á réttri leið, klárlega, en það þarf allt að smella."
„Núna er nýtt tímabil að byrja hjá okkur á morgun og Þjóðadeildin hefur gefið okkur tvo leiki þar sem við vorum gríðarlega nálægt því að komast á stórmót. Það verður að bera fulla virðingu fyrir þessari keppni. Vonandi getum við staðið okkur vel og yngri leikmenn haldið áfram að taka stærri hlutverk, til að leiða okkur á enn eitt stórmótið," sagði Jóhann Berg.
Athugasemdir