Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 05. september 2024 14:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
„Vonandi kemur hann inn með mikla þekkingu"
Icelandair
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen er kominn inn í starfslið A-landsliðsins og mun aðstoða Age Hareide og Davíð Snorra Jónasson með liðið.

Davíð Snorri og Sölvi Geir unnu saman hjá U21 landsliðinu þar sem Davíð var aðalþjálfari og Sölvi aðstoðarþjálfari. Davíð var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðsins í vor þegar Jóhannes Karl Guðjónsson tók við AB í Danmörku.

Sölvi mun vinna með föstu leikatriðin og varnarleikinn hjá íslenska landsliðinu en Age Hareide, landsliðsþjálfari, er mjög ánægður að fá hann inn í teymið.

„Vonandi kemur hann inn með mikla þekkingu. Þegar við ætlum að stækka starfsteymið þá verðum við að vera með góða ástæðu fyrir því," sagði Hareide.

„Hann vinnur sérstaklega með varnarmönnunum. Það er mikilvægt að byggja sterka vörn í landsliðsboltanum. Við getum alveg skorað mörk og sótt vel, en það er mikilvægt að vinna vel með varnarmönnunum í þann stutta tíma sem við erum saman. Ég þarf að gefa öllu liðinu athygli en varnarmennirnir fá mikla athygli frá honum. Hann er að gera það vel. Hann er með mikla reynslu sem varnarmaður og þekkir landsliðið vel."

Sölvi var á sínum tíma mjög öflugur varnarmaður sem lék 28 landsleiki fyrir Ísland. Hann er í dag aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings ásamt því að vera í starfsteymi landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner