Sölvi Geir Ottesen, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari Víkings, er orðinn hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins.
Davíð Snorri Jónason, aðstoðarþjálfari landsliðsins, sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net að Sölvi kæmi inn í þjálfarateymið og sæi þar um föst leikatriði.
Davíð Snorri Jónason, aðstoðarþjálfari landsliðsins, sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net að Sölvi kæmi inn í þjálfarateymið og sæi þar um föst leikatriði.
Davíð Snorri og Sölvi Geir unnu saman hjá U21 landsliðinu þar sem Davíð var aðalþjálfari og Sölvi aðstoðarþjálfari. Davíð var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðsins í vor þegar Jóhannes Karl Guðjónsson tók við AB í Danmörku.
„Föst leikatriði eru einn af þeim þáttum sem við verðum að vera betri en hin liðin í," sagði Davíð Snorri m.a. í þættinum.
Karlalandsliðið kemur saman á mánudag, framundan eru tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst er leikur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli næsta föstudag og svo er leikur á mánudaginn eftir rúma viku úti í Tyrklandi.
Athugasemdir