Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 31. ágúst 2024 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sölvi Geir inn í starfslið A-landsliðsins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, fyrrum landsliðsmaður og nú aðstoðarþjálfari Víkings, er orðinn hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins.

Davíð Snorri Jónason, aðstoðarþjálfari landsliðsins, sagði í útvarpsþættinum Fótbolti.net að Sölvi kæmi inn í þjálfarateymið og sæi þar um föst leikatriði.

Davíð Snorri og Sölvi Geir unnu saman hjá U21 landsliðinu þar sem Davíð var aðalþjálfari og Sölvi aðstoðarþjálfari. Davíð var ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðsins í vor þegar Jóhannes Karl Guðjónsson tók við AB í Danmörku.

„Föst leikatriði eru einn af þeim þáttum sem við verðum að vera betri en hin liðin í," sagði Davíð Snorri m.a. í þættinum.

Karlalandsliðið kemur saman á mánudag, framundan eru tveir leikir í Þjóðadeildinni. Fyrst er leikur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli næsta föstudag og svo er leikur á mánudaginn eftir rúma viku úti í Tyrklandi.
Útvarpsþátturinn - Þegar einn gluggi lokast opnast annar
Athugasemdir
banner
banner
banner