lau 05. október 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Howe um Man Utd-orðróm: Tilgangslaust að tala um þetta
Callum Wilson fagnar marki með Bournemouth.
Callum Wilson fagnar marki með Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Callum Wilson, sóknarmaður Bournemouth, hefur verið orðaður við Manchester United í enskum fjölmiðlum undanfarna daga.

Enski landsliðsframherjinn er sagður vera ofarlega á óskalista Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United. Hinn 27 ára gamli Wilson er búinn að skora fimm mörk í sjö úrvalsdeildarleikjum.

Sjá einnig:
Hvaða framherjar eru á óskalista Solskjær fyrir janúar?

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, hefur litlar sem engar áhyggjur af þessu. Hann segir það að minnsta kosti.

„Á þessu tímapunkti tímabilsins höfum við litlar áhyggjur. Það er ekkert sem við eða Callum getum gert, fyrir utan að standa okkur vel, sem hefur áhrif á sögusagnir."

„Hann verður bara að einbeita sér að næsta leik og gera sitt besta fyrir félagið," sagði Howe. „Það er að mínu mati tilgangslaust að tala um sögusagnir um félagaskipti þegar markaðurinn er lokaður og langt í að hann opni aftur."

Callum Wilson og félagar í Bournemouth mæta Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner