Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   mán 05. október 2020 20:32
Ívan Guðjón Baldursson
Boufal snýr aftur til Angers (Staðfest)
Kantmaðurinn knái Sofiane Boufal er genginn aftur til liðs við Angers í Frakklandi þar sem hann sprakk fyrst út sem leikmaður.

Boufal er 27 ára gamall og gekk í raðir Southampton fyrir fjórum árum. Hann kostaði 16 milljónir punda sem var metfé fyrir félagið á þeim tíma.

Boufal yfirgefur Southampton á frjálsri sölu en samningur hans hefði runnið út á næsta ári. Hann spilaði 84 leiki á þremur tímabilum hjá Southampton og var lánaður til Celta Vigo í eitt ár.

Besta tímabil Boufal var 2015-16 þegar hann skoraði 11 mörk í 29 deildarleikjum með Lille. Hann á 16 leiki að baki fyrir landslið Marokkó og var einnig eftirsóttur af Besiktas í sumar.
Athugasemdir
banner