Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 05. október 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Raphinha til Leeds (Staðfest)
Leeds United er búið að krækja í brasilíska kantmanninn Raphinha frá franska félaginu Rennes.

Leeds greiðir rúmlega 20 milljónir evra fyrir leikmanninn sem gerði 7 mörk í 30 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Rennes.

Raphinha braust fram í sviðsljósið með Vitoria Guimaraes í portúgalska boltanum og var keyptur til Sporting, sem seldi hann áfram til Rennes ári síðar.

Hjá Leeds mun hann berjast við Helder Costa, Jack Harrison, Ian Poveda og Ezgjan Alioski um byrjunarliðssæti í framlínu Marcelo Bielsa.


Athugasemdir