Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 05. október 2022 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Everton getur keypt Coady á tombóluverði
Conor Coady
Conor Coady
Mynd: Heimasíða Everton
Everton á möguleika á því að kaupa enska varnarmanninn Conor Coady fyrir aðeins 4,5 milljónir punda. Telegraph greinir frá þessu í dag.

Coady, sem er 29 ára gamall miðvörður, er á láni hjá Everton frá Wolves, en hann hefur spilað glimrandi vel í vörn þeirra bláklæddu síðan hann kom.

Varnarmaðurinn var ekki í plönum Bruno Lage hjá Wolves og fékk hann því leyfi til að yfirgefa félagið undir lok gluggans. Fyrir það hafði Coady verið fastamaður í vörninni og í miklum metum hjá Nuno Espirito Santo, sem hætti með liðið á síðasta ári.

Lage var rekinn frá Wolves á dögunum og nýr stjóri á leið inn en Coady sér ekki fyrir sér að snúa aftur til félagsins. Wolves á ekki möguleika á að kalla hann til baka í janúar og hefur þá Everton mikinn áhuga á að gera skiptin varanleg.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Everton gæti fengið Coady fyrir 10 milljónir punda en upphæðin er rúmlega helmingi lægri samkvæmt frétt Telegraph. Everton á möguleika að kaupa hann á 4,5 milljónir punda sem er algjört tombóluverð fyrir varnarmann í þessum gæðaflokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner