Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. október 2022 21:38
Elvar Geir Magnússon
Ljóst að KA, Víkingur og Breiðablik verða fulltrúar Íslands í Evrópu
KA er komið í Evrópukeppni í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi.
KA er komið í Evrópukeppni í fyrsta sinn í tæpa tvo áratugi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með sigri Víkings gegn Val í kvöld varð það endanlega ljóst að Hlíðarendaliðið á ekki möguleika á því lengur að hreppa Evrópusæti. Það er því staðfest að KA verður fulltrúi Íslands í Evrópu ásamt bikarmeisturum Víkings og toppliði Breiðabliks.

Á Íslandsmótinu á næsta ári verður svo keppt að nýju um fjögur Evrópusæti en árangur íslenskra liða í ár gerði það að verkum að Ísland endurheimti fjórða Evrópusætið.

KA verður með lágmarksfjölda stiga sem íslenskt lið getur haft á styrkleikalista áður en dregið verður í undankeppni Sambandsdeildarinnar eins og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Vísi, fjallaði um í grein á dögunum.

Þetta er vegna þess að á styrkleikalistanum er horft til árangurs liðanna síðustu fimm leiktíðir. Karlalið KA hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi.

KA tryggði sér sæti í Intertoto keppninni sumarið 2003 með því að enda í 4. sæti í Símadeildinni sumarið á undan. Liðið lék gegn FK Sloboda Tuzla frá Bosníu í tveimur leikjum sem báðir enduðu 1-1. Tuzla vann svo í vítaspyrnukeppni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner