Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   lau 05. október 2024 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Kvenaboltinn
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir´fyrirliði Breiðabliks var að vonum kampakát er hún mætti til viðtals við Fótbolta.net eftir viðureign Breiðabliks og Vals fyrr í dag á N1-vellinum að Hlíðarenda. Úrslit leiksins 0-0 þýddu að Breiðablik var orðið Íslandsmeistari og því sannarlega ástæð til þess að gleðjast.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Mér finnst við eiga þetta svo mikið skilið. Við erum búnar að vinna svo hart að þessu frá því á fyrstu æfingu í nóvember. Ég svíf því um á bleiku skýi.“

Leikurinn í dag fer eflaust ekki í sögubækurnar fyrir fótboltann sem í honum var spilaður en fyrst og fremst var hart barist. Nokkuð sem ekki nokkur maður mun þó minnast er fram í sækir.

„Mér fannst við geta nýtt sóknirnar okkar aðeins betur og augnablik í síðari hálfleik. Kannski ekki leikur fyrir augað en það var komin smá háspenna í lokin sem var örugglega fínt fyrir áhorfendur. En við náðum að læsa teignum okkar mjög vel og fannst mér ekki mikil hætta þó þær hafi fjölgað frammi. En mér er bara slétt sama hvernig þessi leikur fór og er bara ánægð að þetta hafi endað svona. “

Einokun Vals sem unnið hefur Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár er rofin. Var eitthvað extra sætt að klára þetta á þeirra heimavelli?

„Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn að við myndum klára þetta hér. Það gerir það bara ennþá sætara. Það er mjög gaman að spila hérna, frábær stúka sem er nálægt vellinum.“

Sagði Ásta en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Þó skal tekið fram að fyrstu 20 sekúndur viðtalsins eru hljóðlausar vegna tengslaleysis við hljóðnema.
Athugasemdir
banner