Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 05. október 2024 21:15
Sverrir Örn Einarsson
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Ásta Eir lyftir Bestu deildar skildinum sem fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir´fyrirliði Breiðabliks var að vonum kampakát er hún mætti til viðtals við Fótbolta.net eftir viðureign Breiðabliks og Vals fyrr í dag á N1-vellinum að Hlíðarenda. Úrslit leiksins 0-0 þýddu að Breiðablik var orðið Íslandsmeistari og því sannarlega ástæð til þess að gleðjast.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

„Mér finnst við eiga þetta svo mikið skilið. Við erum búnar að vinna svo hart að þessu frá því á fyrstu æfingu í nóvember. Ég svíf því um á bleiku skýi.“

Leikurinn í dag fer eflaust ekki í sögubækurnar fyrir fótboltann sem í honum var spilaður en fyrst og fremst var hart barist. Nokkuð sem ekki nokkur maður mun þó minnast er fram í sækir.

„Mér fannst við geta nýtt sóknirnar okkar aðeins betur og augnablik í síðari hálfleik. Kannski ekki leikur fyrir augað en það var komin smá háspenna í lokin sem var örugglega fínt fyrir áhorfendur. En við náðum að læsa teignum okkar mjög vel og fannst mér ekki mikil hætta þó þær hafi fjölgað frammi. En mér er bara slétt sama hvernig þessi leikur fór og er bara ánægð að þetta hafi endað svona. “

Einokun Vals sem unnið hefur Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár er rofin. Var eitthvað extra sætt að klára þetta á þeirra heimavelli?

„Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn að við myndum klára þetta hér. Það gerir það bara ennþá sætara. Það er mjög gaman að spila hérna, frábær stúka sem er nálægt vellinum.“

Sagði Ásta en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Þó skal tekið fram að fyrstu 20 sekúndur viðtalsins eru hljóðlausar vegna tengslaleysis við hljóðnema.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner