Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   lau 05. október 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eddie Howe: Væru svik að fara frá St. James' Park
Mynd: Getty Images

Rætt var um það á fundi hjá Newcastle í vikunni að hagkvæmast væri líklega fyrir félagið að byggja nýjan völl.


St. James' Park hefur verið heimavöllur Newcastle frá 1892 en margir andstæðingar hafa oft talað um að það sé ein mesta stemningin í deildinni á vellinum.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, vonast til að liðið muni spila áfram á St. James' Park.

„Þetta er magnaður staður til að spila fótbolta, þetta er okkar heimili, svo að íhuga að fara eitthvað annað er eins og að svíkja stað sem hefur þjónað okkur svo vel," sagði Howe.

„Við erum þó meðvituð um það sem félag að við þurfum að fá meira í kassann svo menn með fleiri heilasellur munu taka ákvörðun sem mun hafa góð áhrif fyrir framtíð félagsins, það er alltaf mikilvægast."

Það verður áfram fundað um málið en möguleikinn að stækka St. James' Park verður skoðaður.


Athugasemdir
banner
banner
banner