Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   lau 05. október 2024 19:33
Sölvi Haraldsson
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svo glöð, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Ég er svo ánægð með liðið í dag. Við unnum svo hart í ár til að vinna deildina. Þetta er draumur að rætast.“ sagði Samantha Smith sem náði þeim magnaða árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári og var í lykilhlutverki í báðum liðum. Í dag vann hún Bestu deildina með Breiðablik eftir 0-0 jafntefli gegn Val sem nægði en hún vann Lengjudeildina í sumar með FHL. Eftir að FHL voru komnar upp var hún lánuð til Breiðablik.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Samantha náði þeim árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári.

Þetta er svo súrealískt og ég get ekki ímyndað mér það að þetta gerðist. Ég er svo stolt af bæði FHL og Breiðablik. Við unnum hart fyrir þessu og ég er svo ánægð í dag. Þetta er ruglað, ég trúi því ekki að þetta sé að gerast.

Hvernig leið Samönthu að spila í þessum úrslitaleik í dag?

Ég var stressuð seinustu 5 mínúturnar. Ég vissi að jafntefli myndi duga en við vildum sigur í dag og setja boltann í netið. Seinustu 5 mínúturnar vorum við einbeittar á því að halda boltanum frá markinu okkar og verjast vel. Þetta var góður leikur en þetta eru bestu leikirnir til að spila.

Í dag var slegið áhorfendamet en alls mættu 1625 manns á völlinn.

Það er ótrúlegt að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Þú getur fundið það hversu mikið þau hvetja okkur og elska okkur. Það var geggjað að spila í þessari stemningu.“

Hvað tekur við núna hjá Samönthu sem er á láni hjá Blikum frá FHL sem munu spila í Bestu deildinni á næsta ári.

Ég held að planið mitt sé að fagna með liðinu í kvöld svo tökum við boltann í næstu viku. Ég þarf að taka stóra ákvörðun og ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég myndi alveg vilja það að spila með þessum hópi aftur, þær eru frábærar. Við getum unnið deildina aftur á næsta ári. Sjáum til.

Viðtalið við Samönthu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner