Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 05. október 2024 19:33
Sölvi Haraldsson
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svo glöð, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Ég er svo ánægð með liðið í dag. Við unnum svo hart í ár til að vinna deildina. Þetta er draumur að rætast.“ sagði Samantha Smith sem náði þeim magnaða árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári og var í lykilhlutverki í báðum liðum. Í dag vann hún Bestu deildina með Breiðablik eftir 0-0 jafntefli gegn Val sem nægði en hún vann Lengjudeildina í sumar með FHL. Eftir að FHL voru komnar upp var hún lánuð til Breiðablik.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Samantha náði þeim árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári.

Þetta er svo súrealískt og ég get ekki ímyndað mér það að þetta gerðist. Ég er svo stolt af bæði FHL og Breiðablik. Við unnum hart fyrir þessu og ég er svo ánægð í dag. Þetta er ruglað, ég trúi því ekki að þetta sé að gerast.

Hvernig leið Samönthu að spila í þessum úrslitaleik í dag?

Ég var stressuð seinustu 5 mínúturnar. Ég vissi að jafntefli myndi duga en við vildum sigur í dag og setja boltann í netið. Seinustu 5 mínúturnar vorum við einbeittar á því að halda boltanum frá markinu okkar og verjast vel. Þetta var góður leikur en þetta eru bestu leikirnir til að spila.

Í dag var slegið áhorfendamet en alls mættu 1625 manns á völlinn.

Það er ótrúlegt að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Þú getur fundið það hversu mikið þau hvetja okkur og elska okkur. Það var geggjað að spila í þessari stemningu.“

Hvað tekur við núna hjá Samönthu sem er á láni hjá Blikum frá FHL sem munu spila í Bestu deildinni á næsta ári.

Ég held að planið mitt sé að fagna með liðinu í kvöld svo tökum við boltann í næstu viku. Ég þarf að taka stóra ákvörðun og ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég myndi alveg vilja það að spila með þessum hópi aftur, þær eru frábærar. Við getum unnið deildina aftur á næsta ári. Sjáum til.

Viðtalið við Samönthu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner