Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   lau 05. október 2024 19:33
Sölvi Haraldsson
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svo glöð, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Ég er svo ánægð með liðið í dag. Við unnum svo hart í ár til að vinna deildina. Þetta er draumur að rætast.“ sagði Samantha Smith sem náði þeim magnaða árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári og var í lykilhlutverki í báðum liðum. Í dag vann hún Bestu deildina með Breiðablik eftir 0-0 jafntefli gegn Val sem nægði en hún vann Lengjudeildina í sumar með FHL. Eftir að FHL voru komnar upp var hún lánuð til Breiðablik.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Samantha náði þeim árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári.

Þetta er svo súrealískt og ég get ekki ímyndað mér það að þetta gerðist. Ég er svo stolt af bæði FHL og Breiðablik. Við unnum hart fyrir þessu og ég er svo ánægð í dag. Þetta er ruglað, ég trúi því ekki að þetta sé að gerast.

Hvernig leið Samönthu að spila í þessum úrslitaleik í dag?

Ég var stressuð seinustu 5 mínúturnar. Ég vissi að jafntefli myndi duga en við vildum sigur í dag og setja boltann í netið. Seinustu 5 mínúturnar vorum við einbeittar á því að halda boltanum frá markinu okkar og verjast vel. Þetta var góður leikur en þetta eru bestu leikirnir til að spila.

Í dag var slegið áhorfendamet en alls mættu 1625 manns á völlinn.

Það er ótrúlegt að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Þú getur fundið það hversu mikið þau hvetja okkur og elska okkur. Það var geggjað að spila í þessari stemningu.“

Hvað tekur við núna hjá Samönthu sem er á láni hjá Blikum frá FHL sem munu spila í Bestu deildinni á næsta ári.

Ég held að planið mitt sé að fagna með liðinu í kvöld svo tökum við boltann í næstu viku. Ég þarf að taka stóra ákvörðun og ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég myndi alveg vilja það að spila með þessum hópi aftur, þær eru frábærar. Við getum unnið deildina aftur á næsta ári. Sjáum til.

Viðtalið við Samönthu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner