Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 05. október 2024 19:33
Sölvi Haraldsson
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svo glöð, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Ég er svo ánægð með liðið í dag. Við unnum svo hart í ár til að vinna deildina. Þetta er draumur að rætast.“ sagði Samantha Smith sem náði þeim magnaða árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári og var í lykilhlutverki í báðum liðum. Í dag vann hún Bestu deildina með Breiðablik eftir 0-0 jafntefli gegn Val sem nægði en hún vann Lengjudeildina í sumar með FHL. Eftir að FHL voru komnar upp var hún lánuð til Breiðablik.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Samantha náði þeim árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári.

Þetta er svo súrealískt og ég get ekki ímyndað mér það að þetta gerðist. Ég er svo stolt af bæði FHL og Breiðablik. Við unnum hart fyrir þessu og ég er svo ánægð í dag. Þetta er ruglað, ég trúi því ekki að þetta sé að gerast.

Hvernig leið Samönthu að spila í þessum úrslitaleik í dag?

Ég var stressuð seinustu 5 mínúturnar. Ég vissi að jafntefli myndi duga en við vildum sigur í dag og setja boltann í netið. Seinustu 5 mínúturnar vorum við einbeittar á því að halda boltanum frá markinu okkar og verjast vel. Þetta var góður leikur en þetta eru bestu leikirnir til að spila.

Í dag var slegið áhorfendamet en alls mættu 1625 manns á völlinn.

Það er ótrúlegt að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Þú getur fundið það hversu mikið þau hvetja okkur og elska okkur. Það var geggjað að spila í þessari stemningu.“

Hvað tekur við núna hjá Samönthu sem er á láni hjá Blikum frá FHL sem munu spila í Bestu deildinni á næsta ári.

Ég held að planið mitt sé að fagna með liðinu í kvöld svo tökum við boltann í næstu viku. Ég þarf að taka stóra ákvörðun og ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég myndi alveg vilja það að spila með þessum hópi aftur, þær eru frábærar. Við getum unnið deildina aftur á næsta ári. Sjáum til.

Viðtalið við Samönthu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner