Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 05. nóvember 2020 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Arsenal og Leicester: Rúnar Alex settur á bekkinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal og Leicester eiga heimaleiki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Um toppslagi er að ræða í báðum tilfellum þar sem Arsenal mætir Molde og Leicester tekur á móti Braga. Öll eru þessi lið með sex stig eftir tvær umferðir.

Dani Ceballos og Granit Xhaka byrja báðir hjá Arsenal og eru Nicolas Pepe og Willian báðir í byrjunarliðinu. Eddie Nketiah fær tækifæri í fremstu víglínu og er Joe Willock á miðjunni.

Rúnar Alex Rúnarsson er á bekknum þrátt fyrir að hafa haldið hreinu í 3-0 sigri gegn Dundalk í síðustu umferð. Bernd Leno og Willian eru þeir einu sem halda sæti sínu í liðinu eftir 0-1 sigur gegn Manchester United um síðustu helgi.

Arsenal: Leno, Maitland-Niles, Mustafi, Luiz, Kolasinac, Ceballos, Xhaka, Willian, Willock, Pepe, Nketiah.
Varamenn: Rúnarsson, Macey, Bellerin, Tierney, Gabriel, Saka, Lacazette, Aubameyang, Holding, Soares, Partey, Elneny.

Molde: Linde, Wingo, Bjornbak, Gregersen, Haugen, Aursnes, Eikrem, Hussain, Elllingsen, Omoijuanfo, Bolly.
Varamenn: Craninx, Ranmark, Risa, Sinyan Mostrom, James, Knudtzon, Christensen, Brynhildsen, Pedersen.



Leicester mætir einnig til leiks með sterkt lið en Jamie Vardy byrjar þó á bekknum ásamt Harvey Barnes og Ayoze Perez. Cengiz Ünder er í byrjunarliðinu ásamt James Maddison og Youri Tielemans.

Portúgalska liðið Braga hefur reynst enskum félögum erfitt undanfarin tímabil og verður áhugavert að sjá hvernig lærisveinum Brendan Rodgers mun ganga.

Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 og Sport 4.

Leicester: Schmeichel, Justin, Fofana, Fuchs, Albrighton, Tielemans, Choudhury, Thomas, Under, Maddison, Iheanacho.
Varamenn: Ward, Jakupovic, Morgan, Vardy, Barnes, Perez, Mendy, Praet, Fitzhugh, Leshabela.

Braga:Matheus, Esgaio, Viana, Carmo, Silva, Horta, Musrati, Novais, Paulinho, Ruiz, Galeno.
Varamenn: Sa, Santos, Carlos, Tormena, Sequeira, Rolando, Gaitan, Medeiros, Infande, Moura, Castro, Guilherme.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner