Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 05. nóvember 2020 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Kane skoraði og lagði upp í Búlgaríu
Mynd: Getty Images
Rangers deilir toppsætinu með Benfica eftir fjörugt jafntefli.
Rangers deilir toppsætinu með Benfica eftir fjörugt jafntefli.
Mynd: Getty Images
Fyrri helming Evrópudeildarleikja kvöldsins var að ljúka. Tottenham hafði betur gegn Ludogorets og er komið með sex stig eftir þrjár umferðir.

Harry Kane var í byrjunarliðinu og skoraði og lagði upp í fyrri hálfleik. Honum var skipt út í leikhlé til að hvíla fyrir næstu helgi. Son Heung-min byrjaði á bekknum og fékk að spila síðasta hálftímann.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tapaði á útivelli gegn Real Sociedad. Sociedad stjórnaði leiknum og fékk Albert enga þjónustu í fremstu víglínu og var honum skipt útaf á 65. mínútu. Sociedad vann leikinn aðeins 1-0 en átti 24 tilraunir gegn 3. AZ er með sex stig eftir þrjár umferðir, jafnt Sociedad og Napoli á stigum.

Sverrir Ingi Ingason var þá ónotaður varamaður er PAOK skellti PSV Eindhoven og tók annað sæti riðilsins. Þar er PAOK með fimm stig eftir þrjár umferðir.

Rangers gerði 3-3 jafntefli á útivelli gegn tíu leikmönnum Benfica eftir að Nicolas Otamendi lét reka sig útaf í fyrri hálfleik. Þá unnu Bayer Leverkusen og Napoli útileiki eftir að hafa lent undir á meðan Slavia Prag gerði sér lítið fyrir og lagði Nice að velli.

Roma skoraði fimm í toppslag gegn CFR Cluj. Borja Mayoral setti tvennu.

Ludogorets 1 - 3 Tottenham
0-1 Harry Kane ('13 )
0-2 Lucas ('33 )
1-2 Claudiu Keseru ('50 )
1-3 Giovani Lo Celso ('62 )

Benfica 3 - 3 Rangers
1-0 Connor Goldson ('2 , sjálfsmark)
1-1 Diogo Goncalves ('24 , sjálfsmark)
1-2 Glen Kamara ('25 )
1-3 Alfredo Morelos ('51 )
2-3 Rafa Silva ('77 )
3-3 Darwin Nunez ('90 )
Rautt spjald: Nicolas Otamendi, Benfica ('19)

Lech 3 - 1 Standard
1-0 Michal Skoras ('14 )
2-0 Mikael Ishak ('22 )
2-1 Maxime Lestienne ('29 )
3-1 Mikael Ishak ('48 )

Rijeka 1 - 2 Napoli
1-0 Robert Muric ('13 )
1-1 Diego Demme ('43 )
1-2 Filip Braut ('62 , sjálfsmark)

Real Sociedad 1 - 0 AZ
1-0 Cristian Portu ('58 )

Roma 5 - 0 CFR Cluj
1-0 Henrikh Mkhitaryan ('2 )
2-0 Roger Ibanez ('24 )
3-0 Borja Mayoral ('34 )
4-0 Borja Mayoral ('84 )
5-0 Pedro ('89 )

PAOK 4 - 1 PSV
0-1 Eran Zahavi ('21 , víti)
1-1 Stefan Schwab ('47 )
2-1 Andrija Zivkovic ('56 )
3-1 Christos Tzolis ('58 )
4-1 Andrija Zivkovic ('66 )

Omonia 0 - 2 Granada CF
0-1 Yangel Herrera ('4 )
0-2 Luis Suarez ('64 )
Rautt spjald: Michal Duris, Omonia ('41)

Slavia Prag 3 - 2 Nice
1-0 Jan Kuchta ('16 )
1-1 Amine Gouiri ('33 )
2-1 Abdallah Sima ('43 )
3-1 Jan Kuchta ('71 )
3-2 Dan Ndoye ('90 )

Hapoel Beer Sheva 2 - 4 Bayer Leverkusen
0-1 Leon Bailey ('5 )
1-1 Elton Acolatse ('11 )
2-1 Elton Acolatse ('25 )
2-2 Or Dadya ('39 , sjálfsmark)
2-3 Leon Bailey ('75 )
2-4 Florian Wirtz ('88 )

Rapid Vín 4 - 3 Dundalk
0-1 Patrick Hoban ('7 )
1-1 Dejan Ljubicic ('22 )
2-1 Kelvin Arase ('79 )
2-2 David McMillan ('81 , víti)
3-2 Maximilian Hofmann ('87 )
4-2 Yusuf Demir ('90 )
4-3 David McMillan ('90 , víti)

Sivasspor 2 - 0 Qarabag
1-0 Caner Osmanpasa ('11 )
2-0 Olarenwaju Kayode ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner