Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. nóvember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær líklegastur til að vera rekinn
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er orðinn líklegastur hjá veðbönkum til að vera næsti stjóri í ensku úrvalsdeildinni til að missa starfið sitt.

Þetta er í kjölfarið á tapi gegn Arsenal á heimavelli á sunnudag og tapi gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni í gær.

Manchester United er í 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni og mikil pressa er á Solskjær fyrir útileikinn gegn Everton á laugardaginn.

Slaven Bilic, stjóri WBA, er næst líklegastur til að vera rekinn að mati veðbanka en sæti hans þykir heitt þessa stundina. Þar á eftir kemur Scott Parker hjá Fulham.

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er efstur hjá veðbönkum yfir næsta stjóra Manchester United en Massimiliano Allegri er næst líklegastur til að fá starfið ef Solskjær verður rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner