Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. nóvember 2020 23:46
Ívan Guðjón Baldursson
Van Persie segir Man Utd ekki hlaupa nógu mikið
Mynd: Getty Images
Robin van Persie var ekki sáttur með frammistöðu Manchester United í 2-1 tapi gegn Basaksehir í Istanbúl er liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Van Persie var í stúdíóinu hjá BT Sport og tjáði sig um frammistöðu sinna manna. Hann sagði þá ekki vera að virða reglu sem Sir Alex Ferguson setti á sínum tíma er varðar hlaup á vellinum.

„Þegar ég var hjá Man Utd sagði Ferguson að honum þætti í lagi að tapa svo lengi sem hans leikmenn væru ekki að hlaupa minna heldur en andstæðingarnir," sagði Van Persie.

„Ég er nokkuð viss um að þeir (Basaksehir) hlupu meira heldur en Man Utd. Það má aldrei leyfa því að gerast."

Rauðu djöflarnir eru þó með sex stig í erfiðum riðli eftir sigra gegn PSG og RB Leipzig. Leipzig er einnig með sex stig og PSG er með þrjú.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner