Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 12:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir á sínum forsendum - „Mér þótti vænt um þetta augnablik"
Daníel Laxdal.
Daníel Laxdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er búinn að leggja skóna á hilluna.
Er búinn að leggja skóna á hilluna.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég vildi hætta á mínum forsendum," sagði Daníel Laxdal, goðsögn hjá Stjörnunni, í hlaðvarpi á Fótbolta.net í gær.

Daníel lagði nýverið skóna á hilluna eftir stórkostlegan feril. Hann spilaði vel yir 500 leiki fyrir Stjörnuna og var lengi vel fyrirliði í Garðabænum.

„Ég hefði alveg getað tekið allavega eitt tímabil í viðbót. Mér líður alveg vel í líkamanum en þetta var orðið smá þreytt andlega," segir Daníel.

„Ég hef verið heppinn með meiðsli og ég vildi ekki þurfa að hætta út af því. Eða þá að einhver myndi segja við mig að ég væri orðinn lélegur og þyrfti því að hætta. Ég vildi gera þetta svona, mér finnst það betra."

Hann vildi alltaf klára ferilinn með Stjörnunni. „Fyrst ég var hérna heima, þá vildi ég allan tímann vera með Stjörnunni."

Falleg stund
Kveðjuleikur Daníels var gegn FH í Bestu deildinni. Hvernig var að spila þann leik?

„Það var ekkert öðruvísi fyrr en í endann. Ég var ekki að pæla í því að þetta væri minn síðasti fyrr en í lokin. Það var skrítin tilfinning en samt góð. Falleg stund," segir Daníel.

Eftir leikinn var Daníel heiðraður með löngu myndbandi sem var sýnt á vellinum.

„Ég hugsaði hvort ég væri að fara að tárast. Ég hugsaði 'ef það er að fara að gerast, þá læt ég þau koma'. Þegar ég var að fara út af og klappa fyrir áhorfendum, þá kom smá. Ég þurfti að snúa mér við. Mér þótti vænt um þetta augnablik. Svo kom myndband í lokin sem var geggjað. Ég fékk enga úlpu þarna og var frjósandi að bíða eftir því að þetta væri búið. Ég á eftir að horfa á þetta aftur," sagði Daníel léttur.

Allt viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Athugasemdir
banner
banner
banner