Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   þri 05. nóvember 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Xabi Alonso: Risastór áskorun
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso er staddur í Liverpool þessa stundina, þar sem hann mun leiða Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen til leiks í spennandi stórleik í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Alonso er gífurlega spenntur fyrir þessum slag þar sem hann mætir sínu fyrrum félagi í fyrsta sinn sem þjálfari. Alonso er 42 ára gamall og lék fyrir Liverpool frá 2004 til 2009 þar sem hann vann bæði enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu með félaginu.

Alonso hélt svo til Real Madrid áður en hann kláraði leikmannaferilinn hjá FC Bayern fyrir rúmlega sjö árum síðan og var ekki lengi að ljúka við þjálfaragráðurnar sínar.

Hann gerði magnaða hluti með Leverkusen á síðustu leiktíð þar sem liðið vann bæði deild og bikar og tapaði aðeins einum leik á öllu tímabilinu - úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Atalanta.

Alonso var sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá Liverpool þegar Jürgen Klopp tilkynnti að hann myndi hætta eftir síðustu leiktíð. Hann kaus þó að vera áfram hjá Leverkusen og var Arne Slot fenginn til að taka við.

„Við skulum spjalla um leikinn, hann er áhugaverðari heldur en framtíðin mín. Ræðum um þá frábæru leikmenn sem eru að fara að mætast í þessum slag. Þetta er risastór áskorun fyrir okkur þar sem við erum að mæta einu af allra bestu liðum Evrópu um þessar mundir," sagði Alonso í Liverpool í gær.

„Við erum að mæta sterkum andstæðingum með góðan þjálfara. Þetta er stór áskorun og okkur hlakkar til."

Liverpool trónir á toppi Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, á meðan Leverkusen er með sjö stig.

„Það er frábært að vera kominn aftur á Anfield. Ég elska þessa borg og það er magnað að vera hérna og sjá hversu miklum framförum Liverpool hefur tekið sem klúbbur."
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 5 5 0 0 12 1 +11 15
2 Inter 5 4 1 0 7 0 +7 13
3 Barcelona 5 4 0 1 18 5 +13 12
4 Dortmund 5 4 0 1 16 6 +10 12
5 Atalanta 5 3 2 0 11 1 +10 11
6 Leverkusen 5 3 1 1 11 5 +6 10
7 Arsenal 5 3 1 1 8 2 +6 10
8 Mónakó 5 3 1 1 12 7 +5 10
9 Aston Villa 5 3 1 1 6 1 +5 10
10 Sporting 5 3 1 1 10 7 +3 10
11 Brest 5 3 1 1 9 6 +3 10
12 Lille 5 3 1 1 7 5 +2 10
13 Bayern 5 3 0 2 12 7 +5 9
14 Benfica 5 3 0 2 10 7 +3 9
15 Atletico Madrid 5 3 0 2 11 9 +2 9
16 Milan 5 3 0 2 10 8 +2 9
17 Man City 5 2 2 1 13 7 +6 8
18 PSV 5 2 2 1 10 7 +3 8
19 Juventus 5 2 2 1 7 5 +2 8
20 Celtic 5 2 2 1 10 10 0 8
21 Feyenoord 5 2 1 2 10 13 -3 7
22 Club Brugge 5 2 1 2 4 7 -3 7
23 Dinamo Zagreb 5 2 1 2 10 15 -5 7
24 Real Madrid 5 2 0 3 9 9 0 6
25 PSG 5 1 1 3 3 6 -3 4
26 Shakhtar D 5 1 1 3 4 8 -4 4
27 Stuttgart 5 1 1 3 4 11 -7 4
28 Sparta Prag 5 1 1 3 5 14 -9 4
29 Sturm 5 1 0 4 2 6 -4 3
30 Girona 5 1 0 4 4 9 -5 3
31 Rauða stjarnan 5 1 0 4 9 17 -8 3
32 Salzburg 5 1 0 4 3 15 -12 3
33 Bologna 5 0 1 4 1 7 -6 1
34 RB Leipzig 5 0 0 5 4 10 -6 0
35 Slovan 5 0 0 5 4 18 -14 0
36 Young Boys 5 0 0 5 2 17 -15 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner