Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 05. desember 2020 18:05
Victor Pálsson
Einkunnir úr leik Man City og Fulham: De Bruyne bestur
Mynd: Getty
Manchester City fékk nokkuð þægileg þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Fulham á heimavelli sínum Etihad.

Kevin de Bruyne átti þátt í báðum mörkum Man City í leiknum en þau komu bæði í fyrri hálfleik í 2-0 sigri.

Belginn lagði upp fyrra mark heimaliðsins á Raheem Sterling eftir fimm mínútur og skoraði svo annað ekki löngu seinna úr vítaspyrnu.

Þeir bláklæddu lyftu sér upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum og eru þremur stigum frá toppsætinu þar sem Liverpool og Tottenham sitja.

De Bruyne var valinn maður leiksins af Sky Sports en einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.

Man City: Ederson (7), Cancelo (8), Dias (7), Stones (7), Mendy (6), Gundogan (7), Rodrigo (7), Mahrez (8), De Bruyne (9), Sterling (8), Jesus (7)

--------------

Fulham: Areola (8), Aina (5), Andersen (5), Adarabioyo (6), Robinson (6), Decordova-Reid (5), Reed (5), Anguissa (6), Lookman (5), Loftus-Cheek (5), Cavaleiro (5)

Varamenn: Cairney (6), Kamara (5)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner