Heimild: Morgunblaðið
KSÍ hefur óskað eftir því við UEFA að heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í umspilinu í febrúar á næsta ári verði leikinn erlendis vegna aðstöðuleysis hér á landi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morgunblaðið.
Hér á landi eru vellir sem uppfylla kröfur varðandi leikinn, þar á meðal Kópavogsvöllur. Hinsvegar er ekki völlur sem uppfyllir kröfur um flóðlýsingu.
Hér á landi eru vellir sem uppfylla kröfur varðandi leikinn, þar á meðal Kópavogsvöllur. Hinsvegar er ekki völlur sem uppfyllir kröfur um flóðlýsingu.
„Eins og við vitum nær dagsbirta á Íslandi ekki langt í febrúar og leikurinn gæti væntanlega ekki hafist síðar en klukkan 14.00 sem er ekki sérstaklega góður leiktími á virkum degi. Íslenskir vellir eru opnir fyrir veðri og vindum, og þó þeir séu með undirhita þá eru ekki eiginlegar snjóbræðslur undir þeim og kerfin hafa ekki undan ef um mikla snjókomu er að ræða," segir Klara við Morgunblaðið.
Klara nefnir Tórsvöll, þjóðarvöll Færeyja, sem mögulegan leikstað. Hann er lokaður allan hringinn og veðrið í Færeyjum mögulega skárra á þessum árstíma. Hún telur þó líklegra að leikið verði sunnar og þar kemur Akademíuvöllur Manchester City til greina.
„En það verða alltaf geysileg vonbrigði að geta ekki spilað þennan leik á heimavelli við boðlegar aðstæður, með öllum þeim stuðningi sem heimaleik fylgir."
Athugasemdir