Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 02. desember 2023 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Ísland getur spilað umspilið á Íslandi en hvað vilja þau?
Tvær vilja spila á FC Bayern Campus
Ísland fagnar í Wales í gær.
Ísland fagnar í Wales í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn telur ekki hægt að spila á Íslandi því veður gæti verið slæmt í lok febrúar.
Þorsteinn telur ekki hægt að spila á Íslandi því veður gæti verið slæmt í lok febrúar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Karólína og Glódís vilja spila á FC Bayern Campus.
Karólína og Glódís vilja spila á FC Bayern Campus.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur sem er hér hægra megin ásamt Berglindi Rós eftir leik í gær vill komast í hita.
Hildur sem er hér hægra megin ásamt Berglindi Rós eftir leik í gær vill komast í hita.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigur Íslands á Wales í Þjóðadeild kvenna í gær þýddi að liðið kemst í umspilsleik í febrúar um að halda sæti sínu í A-deild keppninnar. Leikið verður heima og að heiman og KSÍ reynir nú að finna keppnisstað fyrir heimaleikinn utan Íslands enda ekki hægt að spila á Laugardalsvelli um hávetur, óuphitað gras verður bara ekki leikhæft.

Þorsteinn Halldórsson þjálfari íslenska liðsins í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær og spurður hvar hann vildi spila umspilið.

„Ég hef ekkert um það að segja en mér finnst bara sorglegt hvernig er komið fyrir fótboltanum á Íslandi að við séum ekki komin lengra en þetta. Íþróttamálaráðherra hefur ekkert gert fyrir fótbolta hingað til, hann talar bara um Þjóðarhöll og hefur aldrei mætt á landsleik. Hann getur farið að skoða sinn gang, allavega ætla ég ekki að kjósa hann, aldrei," sagði Þorsteinn og skaut á Ásmund Einar Daðason ráðherra Framsóknarflokksins.

Þó svo að ljóst sé að Laugardalsvöllur er ekki klár í leik í umspili í febrúar mánuði er ljóst að það má spila leikinn á Íslandi.

Ástæðan er að minni kröfur eru gerðar til landsleikja kvenna en karla og strangt til tekið væru vellir eins og Víkingsvöllur og Fylkisvöllur sem dæmi löglegir en þar hefur U21 landsliðið spilað leiki undanfarin ár.

„Já, en við erum ekki að fara að spila á Íslenskum gervigrasvelli í febrúar, óvíst hvernig veður er og galopinn völlur. Það þarf ekki að vera nema 12 metrar á sekúndu og smá ofankoma og við verðum komin í basl. Þetta er ekki svona einfalt, við þurfum mikið betri aðstæður hvað varðar skjól og annað svo hægt sé að spila á Íslandi. Við tökum ekki sénsinn að spila mikilvægan landsleik á Íslandi 28. febrúar og höfum ekkert skjól fyrir einu né neinu á þeim velli sem við erum að fara að spila á. Ég sé ekkert annað en að spila í útlöndum," sagði Þorsteinn.

   01.12.23 22:25
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann


Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er samningsbundin Bayern Munchen en leikur með Bayer Leverkusen á láni. Hún var ekki í vafa hvar hún vill spila. „Kannski bara í Þýskalandi, FC Bayern Campus, það væri mjög næs," sagði hún.

   01.12.23 22:54
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur


Í sama streng tók Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði íslenska liðsins og Bayern Munchen. „Bayern Campus," sagði hún og bætti við að Spánn eða einhver staður þar sem væri hlýrra heillaði líka. Aðspurð hvort yfirmenn hennar tækju vel í svona beiðni sagði hún: „Þeir munu pottþétt segja ekki séns, tíma því ekki," sagði hún og hló.

   01.12.23 22:09
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á


Hildur Antonsdóttir maður leiksins í gær sagði: „Ég væri til í að spila á Íslandi en það er ekki hægt. Kannski í einhverju hlýju landi."

   01.12.23 22:41
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann

Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner