Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 05. desember 2023 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stakk upp á nýjum stjóra fyrir Man Utd - „Hann fer ekki þangað"
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: EPA
Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys kom með uppástungu að nýjum stjóra fyrir Manchester United eftir 1-0 tap liðsins gegn Newcastle um liðna helgi.

Erik ten Hag er núverandi stjóri Man Utd en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu liðsins á þessari leiktíð.

Keys stakk upp á því að United myndi sækja Xabi Alonso sem nýjan stjóra sinn. Alonso hefur verið að gera afskaplega vel með Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Uppástunga Keys féll í grýttan jarðveg hjá kollegum hans hjá BeIN Sports en Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool, segir það ekki fræðilegan möguleika að Alonso fari til Man Utd.

„Hann fer ekki þangað," sagði McAteer. „Ekki möguleiki."

McAteer segir að það verði mun meiri spennandi störf í boði á næstu árum og þá á hann erfitt með að sjá Alonso taka við United út af tengslum sínum við Liverpool. Alonso lék lengi með Liverpool á sínum leikmannaferli.
Athugasemdir
banner
banner