Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   þri 05. desember 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Times segir De Gea opinn fyrir Newcastle
Mynd: EPA
The Times greinir frá því að spænski markvörðurinn David De Gea sé áhugasamur um að ganga til liðs við Newcastle í janúar.

Newcastle United vantar markvörð til að fylla í skarðið sem Nick Pope skilur eftir sig eftir að hann fór úr axlarlið.

Pope þarf aðgerð og verður fjarri keppni í rúmlega fjóra mánuði. Hinn 34 ára gamli Martin Dúbravka tekur við markmannsstöðunni næstu vikurnar, en Eddie Howe knattspyrnustjóri er talinn vilja betri kost til að fylla í skarðið.

Newcastle er í fullu fjöri í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu sem stendur og gæti hinn 33 ára gamli De Gea reynst afar mikilvægur fyrir félagið.

De Gea er falur á frjálsri sölu eftir að hafa verið hjá Manchester United í 12 ár áður en hann yfirgaf félagið í sumar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 26 18 6 2 63 25 +38 60
2 Man City 26 18 5 3 59 26 +33 59
3 Arsenal 26 18 4 4 62 23 +39 58
4 Aston Villa 26 16 4 6 56 35 +21 52
5 Tottenham 25 14 5 6 52 38 +14 47
6 Man Utd 26 14 2 10 36 36 0 44
7 Brighton 26 10 9 7 49 41 +8 39
8 West Ham 26 11 6 9 40 46 -6 39
9 Wolves 26 11 5 10 40 40 0 38
10 Newcastle 26 11 4 11 54 45 +9 37
11 Chelsea 25 10 5 10 42 41 +1 35
12 Fulham 26 9 5 12 36 42 -6 32
13 Crystal Palace 26 7 7 12 31 44 -13 28
14 Bournemouth 25 7 7 11 33 47 -14 28
15 Everton 26 8 7 11 28 34 -6 25
16 Brentford 26 7 4 15 37 48 -11 25
17 Nott. Forest 26 6 6 14 34 48 -14 24
18 Luton 25 5 5 15 35 51 -16 20
19 Burnley 26 3 4 19 25 58 -33 13
20 Sheffield Utd 26 3 4 19 22 66 -44 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner