Ítalski vængmaðurinn Federico Chiesa skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool er hann spilaði í 4-3 tapi U21 árs liðsins gegn danska liðinu Nordsjælland í alþjóðalega úrvalsdeildarmótinu í gær.
Arne Slot, stjóri Liverpool, er að reyna koma Chiesa aftur af stað eftir meiðsli en hann hefur ekkert spilað síðan í september.
Chiesa, sem er 27 ára gamall. var látinn spila með U21 árs liðinu til að koma honum í betra leikform og var hann ekki lengi að láta að sér kveða þar.
Hann skoraði á 11. mínútu með ágætu skoti eftir laglega sendingu frá Thomas Hill. Þetta var fyrsta mark Chiesa í Liverpool-búningnum.
Það var umsamið að Chiesa myndi spila klukkutíma í leiknum en Jayden Danns, sem spilaði fimm leiki og skoraði tvö mörk með aðalliðinu á síðustu leiktíð, kom einnig við sögu.
Danns er 18 ára gamall framherji sem er einnig að koma til baka eftir meiðsli
Chiesa's goal #LFC pic.twitter.com/t8uoQxEaF4
— Anfield Sector (@AnfieldSector) December 4, 2024
Athugasemdir