Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Eiginlega ótrúlegt hvernig hann fór að því að skora þetta mark“
Caoimhin Kelleher
Caoimhin Kelleher
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hollenski stjórinn Arne Slot vildi ekki dvelja of mikið við mistök Caoimhin Kelleher í 3-3 jafntefli Liverpool gegn Newcastle United á St. James' Park í gær.

Kelleher tók skelfilega ákvörðun undir lok leiks. Aukaspyrna kom inn í teiginn og hélt markvörðurinn að boltinn væri að fara aftur fyrir endamörk.

Hann gat vel handsamað boltann en treysti á dómgreind sína. Hann mat það vitlaust því svissneski varnarmaðurinn Fabian Schär mætti á fjær og skoraði úr ótrúlega þröngu færi til að tryggja sínum mönnum stig.

Slot segir Kelleher vonsvikinn yfir þessum mistökum, en hann var aðallega hissa á að Schär hafi tekist að skora úr færinu.

„Ég held að Kelleher sé vonsvikinn, eins og við allir. Eins og ég hef sagt þá lentum við tvisvar undir, þannig á þessum augnablikum hefði maður verið sáttur með stig, en þegar það er ein mínúta eftir af leiknum og kominn í 3-2 þá ertu nær sigrinum,“ sagði Slot.

„Enn og aftur átti hann nokkrar mikilvægar vörslur fyrir okkur, en hann mat þetta rangt í fyrirgjöfinni. Það er samt ótrúlegt hvernig þessi varnarmaður gat skorað þetta mark og það með veikari fætinum,“

Kelleher hefur staðið í markinu í fjarveru Alisson Becker og staðið sig með eindæmum vel. Hann varði vítaspyrnu frá Kylian Mbappe í 2-0 sigrinum á Real Madrid og frá Adam Armstrong í sigri Liverpool á Southampton. Þá hefur hann átt margar frábærar vörslur, en mun taka sér aftur sæti á bekknum á næstu dögum er Alisson snýr aftur úr meiðslum.

Írinn er talinn of góður til þess að vera varamarkvörður og því talið líklegast að hann óski eftir því að yfirgefa Liverpool á næsta ári í leit að meiri spiltíma.
Athugasemdir
banner
banner