Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 08:52
Elvar Geir Magnússon
Töfrar í bikarnum - Nítján ára varnarmaður fór í markið og var hetjan
Töfrarnir gerast í bikarnum.
Töfrarnir gerast í bikarnum.
Mynd: Logrones
Hinn nítján ára gamli Pol Arnau var hetja D-deildarliðsins Logrones sem sló spænska úrvalsdeildarliðið Girona út úr spænska Konungsbikarnum.

Arnau er varnarmaður en fór í markið þegar Enrique Royo markvörður meiddist í framlengingu, nánar tiltekið á 106. mínútu þegar staðan var markalaus. Logrones neyddist til að spila með útileikmann í markinu en Arnau hélt markinu hreinu út framlenginguna og úrslit réðust í vítakeppni.

Þar var Arnau hetjan og varði vítaspyrnu Abel Ruiz sem gerði það að verkum að Logrones vann vítakeppnina 4-3.

Pol Arnau er með markmannsgenið því faðir hans Francesc var lengi markvörður Malaga, auk þess sem hann lék 24 leiki fyrir Barcelona þegar hann var hjá félaginu 1996-2001. Francesc tók eigið líf fyrir þremur árum og þessi stund hjá syni hans mjög tilfinningarík.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner