Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. janúar 2021 16:15
Magnús Már Einarsson
Ísland fær ekki lengur sæti í Meistaradeild unglingaliða
Úr leik ÍA og Derby í Meistaradeild unglingaliða árið 2019.
Úr leik ÍA og Derby í Meistaradeild unglingaliða árið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland á ekki sæti í Meistaradeild unglingaliða á þessu tímabili en 64 lið taka þátt í keppninni að þessu sinni. Keppnin hefst í mars en henni var seinkað vegna kórónuveirufaraldursins.

ÍA tók þátt á þarsíðasta tímabili og datt út gegn Derby í 32-liða úrslitum eftir að hafa burstað Levadia Tallinn frá Eistlandi.

ÍA varð aftur Íslandsmeistari með 2019 og hefði átt að taka þátt á þessu tímabili fyrir hönd Íslands. Svo verður þó ekki þar sem Ísland fær ekki sæti í mótinu í ár.

Þau 32 lið sem eiga lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá þátttökurétt sem og landsmeistarar frá þeim þjóðum sem eru efst á styrkleikalista í þessum aldursflokki.

Ísland er í 39. sæti á styrkleikalistanum sem farið er eftir í Meistaradeild unglingaliða en Ísland er í 52. sæti af 55 þjóðum á styrkleikalista fyrir Evrópukeppnir í meistaraflokki.

Farið er eftir svipuðum styrkleikalista í Evrópukeppnum unglingaliða en þar er horft lengra aftur í tímann á árangur þjóða í Evrópukeppnum. Því er Ísland í 39. sæti á þeim lista en mun væntanlega færast neðar á næsta ári.

Listinn raðaðist þannig í ár að Ísland var þremur sætum frá því að fá að vera með í Meistaradeild unglingaliða þegar búið var að taka saman liðin úr Meistaradeildinni og aðra landsmeistara.

FH varð Íslandsmeistari í 2. flokki síðastliðið sumar og yrði því fulltrúi Íslands í Meistaradeild unglingaliða næsta vetur en hins vegar er ólíklegt að Ísland fái sæti þá miðað við stöðuna á styrkleikalistanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner