Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   mið 06. janúar 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Sigurganga Inter á enda - Andri spilaði ekki
Stórleikur Juventus og AC Milan hefst 19:45
Andri Fannar kom ekki við sögu.
Andri Fannar kom ekki við sögu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er heil umferð spiluð í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og eru níu af tíu leikjum dagsins búnir.

Inter tapaði óvænt á útivelli gegn lærisveinum Claudio Ranieri í Sampdoria. Alexis Sanchez klúðraði vítaspyrnu fyrir Inter snemma leiks og það reyndist dýrkeypt. Inter hafði unnið átta deildarleiki í röð fyrir leikinn í dag en sigurgangan er á enda.

Inter er áfram í öðru sæti, stigi á eftir nágrönnum sínum í AC Milan sem mæta Juventus í síðasta leik dagsins klukkan 19:45. Stórleikur þar á ferðinni.

Sampdoria er í 11. sæti með 20 stig, en þetta eru ekki einu óvæntu úrslitin í þeim leikjum sem búnir eru í dag því Napoli tapaði á heimavelli fyrir nýliðum Spezia, 1-2. Andrea Petagna kom Napoli 1-0 yfir í leiknum, en þeir töpuðu forystunni og kom sigurmark Spezia stuttu eftir að þeir höfðu misst mann af velli. Klúður hjá Napoli sem er í fimmta sæti en Spezia er komið upp úr fallsæti með þessum sigri.

Atalanta, Roma og Lazio unnu sína leiki, en Roma hefur verið á góðu skriði og er í þriðja sæti. Atalanta er í sjötta sæti og Lazio í áttunda sæti. Sassuolo hefur komið mikið á óvart og er í fjórða sæti eftir heimasigur á Genoa.

Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna sem gerði jafntefli við Udinese á heimavelli. Bologna er um miðja deild en hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins.

Atalanta 3 - 0 Parma
1-0 Luis Muriel ('15 )
2-0 Duvan Zapata ('49 )
3-0 Robin Gosens ('61 )

Bologna 2 - 2 Udinese
1-0 Takehiro Tomiyasu ('19 )
1-1 Roberto Pereyra ('34 )
2-1 Mattias Svanberg ('40 )
2-2 Tolgay Arslan ('90 )
Rautt spjald: Mattias Svanberg, Bologna ('47)

Cagliari 1 - 2 Benevento
1-0 Joao Pedro ('20 )
1-1 Marco Sau ('41 )
1-2 Alessandro Tuia ('44 )
Rautt spjald: Nahitan Nandez, Cagliari ('84)

Crotone 1 - 3 Roma
0-1 Borja Mayoral ('8 )
0-2 Borja Mayoral ('29 )
0-3 Henrikh Mkhitaryan ('35 , víti)
1-3 Vladimir Golemic ('71 )

Lazio 2 - 1 Fiorentina
1-0 Felipe Caicedo ('6 )
2-0 Ciro Immobile ('75 )
2-1 Dusan Vlahovic ('89 , víti)

Napoli 1 - 2 Spezia
1-0 Andrea Petagna ('58 )
1-1 Mbala Nzola ('68 , víti)
1-2 Tommaso Pobega ('81 )
Rautt spjald: Ardian Ismajli, Spezia ('77)

Sampdoria 2 - 1 Inter
0-0 Alexis Sanchez ('12 , Misnotað víti)
1-0 Antonio Candreva ('23 , víti)
2-0 Keita Balde ('38 )
2-1 Stefan de Vrij ('65 )

Sassuolo 2 - 1 Genoa
1-0 Jeremie Boga ('52 )
1-1 Eldor Shomurodov ('64 )
2-1 Giacomo Raspadori ('83 )

Torino 1 - 1 Verona
0-1 Federico Dimarco ('67 )
1-1 Kasper Bremer ('84 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
2 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 9 3 5 1 11 9 +2 14
8 Athletic 9 4 2 3 9 9 0 14
9 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
16 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
17 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
18 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
19 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
20 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
Athugasemdir
banner
banner