Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 15:15
Magnús Már Einarsson
Þjálfaramál U21 fara að skýrast - Líklega Íslendingur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er komið áleiðis en það er ekki tímabært að tjá sig um það. Það er verið að vinna í því," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, aðspurður út í stöðuna á þjálfaramálum hjá U21 landsliði Íslands.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, sem stýrðu U21 liðinu í undankeppni EM hafa nú tekið við A-landsliðinu.

Guðni vonast til að nýr þjálfari verði ráðinn í þessum mánuði en U21 liðið spilar í lokakeppni EM í Ungverjalandi í lok mars. Þar er Ísland í riðli með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi.

Að sögn Guðna verður væntanlega íslenskur þjálfari ráðinn í starfið en hann vildi ekki tjá sig um það hvort að nýr þjálfari verði mögulega færður úr öðru starfi hjá KSÍ.
Athugasemdir
banner