Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 06. janúar 2022 13:56
Elvar Geir Magnússon
Neituðu að losa Ighalo í Afríkukeppnina
Odion Ighalo.
Odion Ighalo.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Odion Ighalo verður ekki með Nígeríu í Afríkukeppninni en félagslið hans, Al Shabab í Sádi-Arabíu, neitaði að losa hann í mótið.

Ighalo er 32 ára og lék um skamman tíma með Manchester United. Nígeríska fótboltasambandið var of seint að kalla leikmanninn í hópinn og Al Shabab hafnaði svo beiðninni.

Ef tilkynningin frá Nígeríu hefði komið fimmtán dögum fyrir mótið hefði Al Shabab ekki getað neitað.

Ighalo er markahæsti leikmaður deildarinnar í Sádi-Arabíu með ellefu mörk.

Það eru sóknarmannavandamál hjá Nígeríu en Victor Osimhen, sem var markahæsti leikmaður liðsins í undankeppni Afríkukeppninnar og er hjá Napoli, getur ekki tekið þátt eftir að hann smitaðist af Covid-19. Þá er Paul Onuachu, sem hefur skorað tólf deildarmörk fyrir Genk á tímabilinu, frá vegna meiðsla.

Nígería hefur þrívegis unnið Afríkukeppnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner