Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 06. febrúar 2024 12:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
70 dagar í að Aron mætti ræða við önnur félög
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var fjallað um að Breiðablik hefði boðið í Aron Jóhannsson leikmann Vals. 433.is fjallaði um að tilboðið hefði hljóðað upp á 2 milljónir króna. Valur hafnaði tilboðinu.

Aron er 33 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem verður 34 ára í nóvember.

Hann er á leið í sitt þriðja tímabil eftir heimkomu eftir rúmlega áratug erlendis í atvinnumennsku. Á fyrra tímabilinu byrjaði hann 18 afa 27 leikjum, skoraði 7 mörk og lagði upp 4. Í fyrra byrjaði hann 24 leiki, skoraði 9 mörk og lagði upp 10 mörk.

Samningur hans rennur út 16. október á þessu ári og því eru rétt rúmlega tveir mánuðir í að önnur félög megi ræða við hann um samning upp á næsta tímabil, 2025, að gera.

Þann 16. apríl mega félög láta Val vita að þau ætli sér að ræða við Aron og lítið sem Valur getur gert til að koma í veg fyrir það.
Athugasemdir
banner
banner