Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 10:31
Ívan Guðjón Baldursson
Flick elskar lífið í Barcelona: Szczesny orðinn aðalmarkvörður
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hansi Flick þjálfari Barcelona segist elska lífið á Spáni eftir að hafa tekið við stjórn á aðalliðinu síðasta sumar.

Flick er að gera fína hluti á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn og segist vera afar hamingjusamur hjá Barcelona.

„Ég elska þetta félag, ég elska að mæta á æfingar á hverjum degi. Ég elska að starfa með þjálfarateyminu hérna og þjálfa þessa leikmenn, það er hrein unun," sagði Flick.

„Þetta er virkilega frábært útaf því að leikmennirnir hérna eru svo einstakir. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt."

Flick er 59 ára gamall og stýrði Hoffenheim, FC Bayern og þýska landsliðinu áður en hann tók við Barcelona.

Hann var einnig spurður út í markmannsstöðuna þar sem pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny hefur verið að byrja síðustu leiki liðsins í stað Inaki Pena sem var aðalmarkvörður fyrri hluta tímabilsins.

„Szczesny er aðalmarkvörðurinn okkar núna, það er staðfest. Þetta snýst ekki um Inaki eða Szczesny, þetta snýst um að taka rétta ákvörðun fyrir liðsheildina og það er eitthvað sem við reynum alltaf að gera."

Barcelona er í þriðja sæti spænsku deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid. Þá endaði liðið í öðru sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar, með 19 stig úr 8 umferðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner