Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 11:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr leikmaður Vals: Maður sá gæðin frá degi eitt
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er á leið inn í sitt annað tímabil með Val. Hann kom til Íslands fyrir síðasta sumar og er án efa einn stærsti prófíll sem hefur spilað í efstu deild á Íslandi.

Hann átti virkilega gott sumar þegar hann var heill og náði að spila. Gylfi skoraði ellefu mörk í nítján leikjum í Bestu deildinni síðasta sumar en leikirnir hefðu orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli.

Gylfi er 35 ára miðjumaður sem er samningsbundinn Val út næsta tímabil.

Markus Nakkim, nýr leikmaður Vals, er spenntur fyrir því að spila með Gylfa og segir að það hafi verið mjög góð upplifun að æfa með honum síðustu daga.

„Maður sá gæðin frá degi eitt," sagði Markus, sem er frá Noregi, í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Það sem hrífur mann kannski meira er hugarfarið sem hann er með og fagmennskan sem hann býr yfir. Á boltanum eru gæðin augljós en án boltans er hann líka frábær og setur 'standardinn' fyrir alla aðra í liðinu. Þegar þú sérð hvað hann leggur á sig mikla vinnu er erfitt að fylgja ekki með. Það er gott fyrir aðra leikmenn að fylgjast með honum."

Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið sem var tekið við Markus.
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner