Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. mars 2021 13:15
Aksentije Milisic
Fullyrða að Zlatan sé að snúa aftur í sænska landsliðið
Mynd: Getty Images
Hinn 39 ára gamli Zlatan Ibrahimovic er að snúa aftur í sænska landsliðið. Þetta fullyrða sænskir fjölmiðlar.

Ibrahimovic hætti að spila með sænska landsliðinu eftir EM árið 2016. Hann hefur skorað 62 mörk í 112 leikjum fyrir Svíþjóð.

Hann hafði sýnt áhuga á að snúa aftur í landsliðið fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. Það gerðist hins vegar ekki en Svíþjóð komst í átta liða úrslit mótsins.

Zlatan hefur spilað mjög vel með AC Milan í vetur og nú fullyrða sænskir fjölmiðlar það að hann verði í landsliðshópnum sem verður valinn á næstu dögum fyrir leiki í undankeppni HM.

Svíþjóð mætir Georgíu og Kósóvó og þá spilar liðið einnig æfingaleik gegn Eistlandi í þessum mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner