lau 06. mars 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
MLS rannsakar félagaskipti Matuidi til Inter Miami
Blaise Matuidi
Blaise Matuidi
Mynd: Getty Images
MLS-deildin í Bandaríkjunum hefur hafið formlega rannsókn á félagaskiptum franska miðjumannsins Blaise Matuidi frá Juventus til Inter Miami en þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni.

Matuidi, sem er 33 ára gamall, var með bestu miðjumönnum Evrópu áður en hann ákvað að ganga til liðs við Inter Miami á frjálsri sölu síðasta sumar.

MLS-deildin hefur nú hafið rannsókn á félagaskiptunum en talið er að Inter Mai hafi brotið skráningareglur og reglur um launaþak deildarinnar.

Hvert lið í MLS-deildinni má mest hafa þrjá stjörnuleikmenn í hópnum, það er að segja leikmenn sem eru í hæsta launaflokki. Hann var ekki skráður í þann flokk og talið að Miami hafi því brotið reglur en fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að hann þéni gríðarlega háar fjárhæðir.

Inter Miami hefur einnig sent frá sér tilkynningu en félagið mun aðstoða deildina við rannsóknina en vildi þó ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner