Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   mið 17. desember 2025 22:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski deildabikarinn: Dramatískur sigur hjá meisturunum
Lewis Miley
Lewis Miley
Mynd: EPA
Newcastle 2 - 1 Fulham
1-0 Yoane Wissa ('10 )
1-1 Sasa Lukic ('16 )
2-1 Lewis Miley ('90 )

Deildabikarmeistarar Newcastle eru komnir áfram í undanúrslit enska deildabikarsins eftir dramatískan sigur gegn Fulham í 8-liða úrslitum í kvöld. Liðin mættust á St. James' Park.

Yoane Wissa var í byrjunarliði Newcastle í fyrsta sinn eftir komuna frá Brentford í sumar. Hann nýtti tækifærið þar sem hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið.

Hann skoraði af stuttu færi eftir tíu mínútna leik og kom Newcastle yfir. Stuttu síðar jafnaði Sasa Lukic metin þegar hann skallaði boltann í netið.

Newcastle var með góð tök á seinni hálfleik en það var ekki fyrr en í blálokin sem Lewis Miley tryggði liðinu sigurinn þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Sandro Tonali.
Athugasemdir
banner